Gripill
Teiknitólið Gripill varð til út frá gömlu tóli sem hefur verið notað í um árabil í Klettaskóla. Nýja tólið byggir á sömu hugmynd og það gamla: Handfang og festing þar sem skriffæri getur snúið þvert á handfangið og hentar því vel þeim sem hafa enga eða takmarkaða snúningsgetu í úlnlið og olnboga. Þar með hefur þetta gamla tól verið endurbætt og sett í nýjan búning: Handfang sem hægt er að bæta á sílikonhlutum
og stilla þá eins og heppilegast er fyrir mismunandi notendur.
Tólið er hannað með það að leiðarljósi að það geti ekki skaðað notandann með neinum hætti. Handfangið er gert úr sílikonhúðuðu svampefni og hlutir sem eru festir við það eru allir úr sílikoni sem er bæði mjúkt og laust við eiturefni. Mjög auðvelt er að þrífa tólið.
Gripill is a grip aid made in a collaboration with Klettaskóli and Össur. The main focus with this project was to help children that have limited mobility in elbows and wrists, with drawing. The tool is based on another one, that was in use before.